Frétt
Aðskotaefni fannst í tedufti
Matvælastofnun varar við neyslu á THS Matcha Green tea powder tedufti vegna aðskotaefna (fjölhringa kolefnissambönd) sem greindust yfir leyfilegum mörkum í vörunni. Fyrirtækið Víetnam market ehf. sem flutti inn vöruna hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna. Heilbrigðiseftirlitið sendi út fréttatilkynningu.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: THS
- Vöruheiti: Matcha Green Tea Powser
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 24.11.2024
- Strikamerki: 6922163616734
- Nettómagn: 80 g
- Framleiðandi: Fujan Blue Lake Foods Co LTD
- Framleiðsluland: Kína
- Innflutningsfyrirtækið: Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Vietnam Market, Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11, 101 Reykjavík
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús