Frétt
Aðskotaefni fannst í tedufti
Matvælastofnun varar við neyslu á THS Matcha Green tea powder tedufti vegna aðskotaefna (fjölhringa kolefnissambönd) sem greindust yfir leyfilegum mörkum í vörunni. Fyrirtækið Víetnam market ehf. sem flutti inn vöruna hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna. Heilbrigðiseftirlitið sendi út fréttatilkynningu.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: THS
- Vöruheiti: Matcha Green Tea Powser
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 24.11.2024
- Strikamerki: 6922163616734
- Nettómagn: 80 g
- Framleiðandi: Fujan Blue Lake Foods Co LTD
- Framleiðsluland: Kína
- Innflutningsfyrirtækið: Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Vietnam Market, Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11, 101 Reykjavík
Mynd: mast.is
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið