Frétt
Aðgerðum gegn matarsóun ýtt úr vör
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hrinda af stað verkefnum sem ætlað er að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Verkefnin eru liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða í umsjón Umhverfisstofnunar.
Meðal aðgerða er könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar en sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017. Er markmið könnunarinnar nú m.a. að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hafi breyst á undanförnum misserum. Þá verður efnt til viðburðar um matarsóun þar sem verður boðið upp á veitingar úr illseljanlegum, „útlitsgölluðum“ en bragðgóðum matvörum í þeim tilgangi að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega. Þá verður auknu fjármagni veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun og rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram.
Loks verður ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga. Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Til viðbótar má nefna að Umhverfisstofnun stendur nú fyrir viðamikilli rannsókn á umfangi matarsóunar sem nú stendur yfir þar sem kannað er hversu mikill matur fer til spillis á íslenskum heimilum og hjá fyrirtækjum.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða lagðar til grundvallar vinnu starfshóps sem stýrt verður af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og mun hafa það hlutverk að koma með frekari tillögur að aðgerðum sem ætlað er að draga úr matarsóun og þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.
„Ég er afar ánægður með að vinna við þessi mál sé komin á skrið því matarsóun er meðal brýnustu viðfangsefna nútímans. Matvælaframleiðsla hefur áhrif á umhverfið, þó í mismiklum mæli sé – og alltof stór hluti matarins fer síðan beint í ruslið. Þegar hann er urðaður myndast síðan gróðurhúsalofttegundir. Matarsóun er því stórt loftslagsmál sem við ætlum að taka föstum tökum,“
segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit