Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
Í gær, mánudaginn 10. febrúar 2025, fór hin árlega Michelin Guide hátíðin fyrir Bretland og Írland fram í Kelvingrove Listasafninu í Glasgow. Viðburðurinn var sannkölluð hátíð fyrir matarunnendur, þar sem nokkrir veitingastaðir fengu glæsilega viðurkenningu fyrir framúrskarandi matargerð og gestrisni.
Hér að neðan er listi yfir veitingastaðina sem hlutu Michelin-stjörnur á þessu ári, þar á meðal Caractère, sem hlaut sína fyrstu stjörnu – mikilvægur áfangi fyrir Roux-fjölskylduna og stórkostleg viðurkenning á framlagi þeirra til matargerðarlistar.
Þrjár Michelin stjörnur
Moor Hall, Aughton
Tvær Michelin stjörnur
hide and fox, Saltwood
Humble Chicken, London
The Ritz Restaurant, London
Ein Michelin stjarna
33 The Homend, Ledbury
64 Goodge Street, London
AngloThai, London
AVERY, Edinburgh
Ballyfin, Ballyfin
Caractère, London
Cornus, London
DOSA, London
Forge, Middleton Tyas
Caractère hlýtur Michelin-stjörnu: Mikilvægur áfangi fyrir Emily Roux og Diego Ferrari
Michel Roux, faðir Emily Roux, hélt hjartnæma ræðu á hátíðinni, en Emily er yngsti meðlimur í hinni þekktu Roux-kokkaættinni og eigandi Caractère sem hlaut sína fyrstu Michelin stjörnu.
„Sem faðir er ég óendanlega stoltur af Emily og Diego að fá þessa merku viðurkenningu. Þau hafa ekki aðeins haldið arfleifð Roux-fjölskyldunnar á lofti, heldur skapað eitthvað alveg einstakt og persónulegt.“
Sagði Michel Roux á meðal í ræðu sinni.
Myndir: caractererestaurant.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt21 klukkustund síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu








