Keppni
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og verður yngri en 25 ára 1. nóvember 2026? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Ungkokkalandsliðið!
Nú er tækifærið Klúbbur matreiðslumeistara stefnir á að senda ungkokkalandslið á heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg í nóvember 2026.
Framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegu ævintýri.
Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji til að taka þátt í hópvinnu og tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Þjálfari Ungkokkalandsliðsins verður Daniel Cochran sem í dag starfar sem sölumaður hjá fyrirtækjasviði Innnes en starfaði áður Fiskmarkaðnum, Kolabrautinni, Apótek Grill og sem yfirmatreiðslumaður á Sushi Social. Hann var aðstoðarmaður með landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og var í liðinu á leikunum 2014.
Við leitum einnig að matreiðslumönnum og matreiðslunemum til að aðstoða landsliðin okkar við æfingar og keppnir.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á [email protected]
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn1 dagur síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







