Keppni
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og verður yngri en 25 ára 1. nóvember 2026? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Ungkokkalandsliðið!
Nú er tækifærið Klúbbur matreiðslumeistara stefnir á að senda ungkokkalandslið á heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg í nóvember 2026.
Framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegu ævintýri.
Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji til að taka þátt í hópvinnu og tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Þjálfari Ungkokkalandsliðsins verður Daniel Cochran sem í dag starfar sem sölumaður hjá fyrirtækjasviði Innnes en starfaði áður Fiskmarkaðnum, Kolabrautinni, Apótek Grill og sem yfirmatreiðslumaður á Sushi Social. Hann var aðstoðarmaður með landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og var í liðinu á leikunum 2014.
Við leitum einnig að matreiðslumönnum og matreiðslunemum til að aðstoða landsliðin okkar við æfingar og keppnir.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á [email protected]
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast