Frétt
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
Nýr listi yfir sveina með starfsréttindi hefur verið birtur á Island.is. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur listi er birtur opinberlega á einum miðlægum stað. Með listanum er m.a. hægt að sjá hvort iðnaðarmenn sem bjóða fram þjónustu sína séu með tilskilin réttindi.
Listinn byggir á gagnagrunni yfir 42 iðngreinar. Meðal þeirra eru fjölbreyttar greinar á borð við bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn, matreiðslu og fleiri iðngreinar. Ekki hefur enn verið unnið úr öllum eldri gögnum en von er á þeim upplýsingum innan tíðar.
Gagnagrunnurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að bæta umgjörð verk- og starfsnáms. Hann er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytisins, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins og sýslumanna. Sýslumaður á Suðurlandi annast umsýslu gagnagrunnsins frá 1. janúar 2025.
Hér að neðan má sjá stutta samantekt úr listanum yfir fagmenn í veitingageiranum:
Nafn – Iðngrein – Útgáfuár
Hafliði Ragnarsson – Bakaraiðn – 1993
Jón Rúnar Arilíusson – Bakaraiðn – 2010
Axel Þorsteinsson – Bakaraiðn – 2009
Gunnlaugur Arnar Ingason – Bakaraiðn – 2017
Hafsteinn Sævarsson – Framreiðsluiðn – 1992
Kristjana Sveinbjörnsdóttir – Framreiðsluiðn – 1988
Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð – Framreiðsluiðn – 2019
Styrmir Bjarki Smárason – Framreiðsluiðn – 2015
Jón Gísli Jónsson – Kjötiðn – 2016
Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar – Kjötiðn – 2020
Davíð Clausen Pétursson – Kjötiðn – 2024
Hermann Svali Björgvinsson – Kjötiðn – 2019
Auðunn Sólberg Valsson – Matreiðslu – 1984
Sturla Birgisson – Matreiðslu – 1985
Hákon Már Örvarsson – Matreiðslu – 1994
Þráinn Freyr Vigfússon – Matreiðslu – 2005
Sjá hér gagnagrunn yfir sveinspróf á Island.is.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






