Frétt
Varar neytendur með sojaofnæmi við neyslu á niðursoðinni svína kjötvöru
Matvælastofnun varar neytendur með sojaofnæmi við neyslu á einni framleiðslulotu af niðursoðinni svína kjötvöru vegna þess að soja sem varan inniheldur kemur ekki fram í merkingum hennar. SAM ehf hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Mielonka wieprzowa sterylizowana w konserwie /// Sterilized canned pork mince
- Vörumerki: Sokolów
- Rekjanleiki: 03.03.2026 416A.E
- Framleiðsluland: Pólland
- Dreifing: SAM ehf., Ísafirði
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði