Markaðurinn
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
Fljótlegur hátíðareftirréttur eða sparilegur morgunmatur sem smakkast einstaklega vel. Hér má líka nota sykurlausa karamellusósu og eingöngu granóla í botninn.
Fyrir 2
Innihald
2 dósir af Ísey skyr púff með eplum og kanil
4 stk. piparkökur
250 ml rjómi
2 msk. granóla með eplum, kanil, pekanhnetum og kókos.
Karamellusósa
Aðferð
- Myljið piparkökurnar gróflega niður og setjið í botninn á glasi eða skál.
- Setjið eina dós af Ísey skyr Púff í hvora skál fyrir sig.
- Þeytið rjóma og sprautið honum fallega yfir skyrið, setjið granóla yfir rjómann ásamt karamellusósu.
- Best er að bera réttinn fram strax svo að piparkökurnar haldist stökkar. Þó er í lagi að gera hann 2-3 klst. áður en hann er borinn fram ef geymdur er í kæli. Fyrir þá sem ekki vilja nota piparkökur er sett 1-2 msk. af granóla í botninn í staðinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar







