Markaðurinn
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
Fljótlegur hátíðareftirréttur eða sparilegur morgunmatur sem smakkast einstaklega vel. Hér má líka nota sykurlausa karamellusósu og eingöngu granóla í botninn.
Fyrir 2
Innihald
2 dósir af Ísey skyr púff með eplum og kanil
4 stk. piparkökur
250 ml rjómi
2 msk. granóla með eplum, kanil, pekanhnetum og kókos.
Karamellusósa
Aðferð
- Myljið piparkökurnar gróflega niður og setjið í botninn á glasi eða skál.
- Setjið eina dós af Ísey skyr Púff í hvora skál fyrir sig.
- Þeytið rjóma og sprautið honum fallega yfir skyrið, setjið granóla yfir rjómann ásamt karamellusósu.
- Best er að bera réttinn fram strax svo að piparkökurnar haldist stökkar. Þó er í lagi að gera hann 2-3 klst. áður en hann er borinn fram ef geymdur er í kæli. Fyrir þá sem ekki vilja nota piparkökur er sett 1-2 msk. af granóla í botninn í staðinn.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum