Starfsmannavelta
Valkyrjan lokar
Þau sorgartíðindi berast úr veitingageiranum að veitingastaðurinn Valkyrjan við Skipholt 19 í Reykjavík hefur nú lokað dyrum sínum fyrir fullt og allt. Valkyrjan fagnaði 3ja ára afmæli á þessu ári. Eigendur Valkyrjunnar voru Daniel Ivanovici og Kikka Sigurðardóttir.
Staðurinn var þekktur fyrir góðan mat, þjónustu og rólega stemningu, auk þess sem hundar voru leyfðir á veitingastaðnum.
Valkyrjan var vegan bistro veitingastaður en staðurinn var opinn frá 08.00 á morgnana þar sem boðið var upp á veglegan morgunverðarmatseðil. Í hádeginu og á kvöldin var boðið upp á langlokur, vefjur, ostakökur, heitir réttir, pastasalat, hamborgara og margt fleira. Þess á milli var staðurinn kaffihús með fjölbreytt úrval af vegan bakkelsi.
Einnig seldi veitingastaðurinn tilbúna rétti í verslunum undir nafninu Valkyrjan Vegan Eldhús, en framreiðslueldhús Valkyrjunnar var staðsett í Skútahrauni 9a, 220 Hafnarfirði. Allar vörur voru seldar í verslanir Hagkaupa.
Myndir: facebook / Valkyrjan
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Innnes tekur við sölu og dreifingu á vínum frá Bolla
-
Uppskriftir17 klukkustundir síðan
Lagterta – Uppskrift