Veitingarýni
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
Veitingastaðurinn Sunna á Hótel Sigló býður upp á glæsilegt jólahlaðborð í aðdraganda jóla nú sem endranær. Jólahlaðborðið sem hófst 15. nóvember s.l. verður alla föstudaga og laugardaga til 14. desember.
Mjög jólalegt var á staðnum sem var smekklega skreyttur. Tekið var vel á móti okkur með brosi og þægilegu viðmóti.
Hitti gamlan starfsfélaga, franska kokkinn Emmanuel Bodinaud sem ég starfaði með á Hótel Loftleiðum fyrir 100 árum. Emmanuel starfar nú á veitingastaðnum Sunnu á Sigló. Virkilega gaman að hitta hann og rifja upp gamla daga.
Gott úrval af forréttum, reykta og grafna gæsin alveg einstaklega góð og hreindýrapaté var mjög gott og villibragðið kom vel í gegn. Með þessu var borin fram klassísk Cumberland sósa og koníaks og rúsínusósa sem passaði einstaklega vel með. Rúgbrauð, laufabrauð og heimabakað brauð.
Hrátt tvíreykt hangilæri var á boðstólnum sem matreiðslumeistari staðarins skar niður fyrir fram gesti. Þvílíkt sælgæti.
Grafinn lax klikkar ekki ef uppskriftin og aðferðin er rétt og reykti laxinn góður og það var allt upp á tíu hér, mjög gott.
6 tegundir af síld og síldaréttirnir hver öðrum betri með sænsku ívafi, appelsínu og stjörnuanís síld, sólberjasíld, hvítlaukssíld og að sjálfsögðu jólasíldin.
Kalt tvíreykt soðið hangikjöt og hamborgarhryggur, og á steikarhlaðborðinu var purusteikin með vel stökkri puru, kalkúnabringa og dúnmjúkt lambalæri og kokkarnir á Sunnu eru greinilega vel að sér í steikingu en þetta var ein besta lambasteik sem ég hef smakkað, algjört sælgæti. Alls kyns meðlæti var í boði með aðalréttunum.
Svo kom punkturinn yfir i-ið, EFTIRRÉTTIRNIR, girnilegir og mjög góðir, hvít súkkulaðimús með ristuðum kókosflögum, hindberjamús, konfekt, frönsk súkkulaðikaka að sjálfsögðu. Pavlova með berjablöndu, góð samsetning, létt og góð.
Á Crème Brûlée vantaði smá herslumun af stökku og karamellíseruðu skorpunni ofan á en annars virkilega gott.
Þjónustan var afskaplega góð og mikill metnaður lagður í allt sem borið var á borð.
Það eina sem ég get sett út á, ef þannig má orða, er að það mætti hugsa meira um að hreinsa leirtauið á borðinu á milli forrétta, aðalrétta og eftirrétta.
Yfir heildina var þetta virkilega gott og greinilega mikill metnaður lagður í jólahlaðborðið og þjónustu, en Sunna á Sigló fær klárlega okkar meðmæli, frábær staður.

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti