Keppni
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
Núna stendur yfir alþjóðlegt kokteilamót á vegum barþjónaklúbbs Kýpur, en keppnin er haldin í stærsta spilavíti í Evrópu „City of dreams“ í borginni Limossol.
Á meðal keppenda er margfaldi Íslandsmeistari í kokteilagerð Grétar Matthíasson sem nýlega keppti í heimsmeistaramóti í kokteilagerð í Portúgal, þar sem hann hreppti 5. sætið í klassískum kokteilum.
Sjá einnig: Ísland í 5. sæti á HM
Keppnin hófst í dag, fimmtudaginn 13. nóvember, með móttöku og fyrirlestrum ásamt því sem keppendur eru upplýstir um keppnina.
Á morgun föstudaginn 15. nóvember hefst svo keppnin í klassískum drykkjum og flair keppni en það er keppni sem barþjónar sýna list sína í að henda, snúa og leika sér með kokteiláhöld, flöskur á glæsilegan hátt meðan þeir búa til drykki.
„Þetta var persónuleg boð sem barþjónar bæði í klassískum drykkjum og flair fengu frá barþjónaklúbbi í Kýpur, en þetta boð fengu þeir sem eru með stóran vinning (innskot blm: Grétar með 5. sætið í HM) í farteskinu og er það inntökuskilyrði í þessa keppni.“
Sagði Grétar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um tilkomu þátttöku hans í keppninni.
Alls eru 19 keppendur í keppninni um klassíska kokteila og þar sem ekkert fyrir fram ákveðið þema er í keppninni þá hafa keppendur frjálst val um kokteila.
„Drykkurinn minn heitir Butterfly effect, en þar nota ég Loka vodka ásamt diamante tequila. Drykkurinn er long drink með suðrænum áhrifum með yuzu, lychee og kaffi lime.“
Sagði Grétar.
Í keppninni um klassíska kokteila þurfa keppendur að útbúa 3 drykki og hafa 5 mínútur til að gera þá.
4 keppendur komast í úrslit og í úrslitum hafa keppendur 30 mín til að selja drykkinn sinn til gesta og vinnur sá sem er með bestu söluna.
Verðlaunaafhending verður á laugardaginn 16. nóvember næstkomandi.
Veitingageirinn.is verður á fréttavaktinni og fylgist vel með og færir ykkur fréttir í máli og myndum.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000