Uppskriftir
Uppskrift: Smjörsteikt grásleppa með karrý og dijon sinnepssósu
Háefni:
1 kg grásleppa
2 msk dijon sinnep
2 rif hvítlaukur
1 peli rjómi
2 tsk karrý
1 msk rósapipar, mulinn
100 g sveppir
2 msk smjör
grænmetissalt og pipar eftir smekk
100 g rúgmjöl
Aðferð:
Snyrtið grásleppuna, veltið henni upp úr rúgmjöli og kryddið með grænmetissalti og pipar. Skerið hvítlauk og sveppi. Setjið 1 msk smjör í pott og steikið hvítlaukinn og sveppi í 2 mín. Bætið karrý, rósapipar og dijon sinnepi út í.
Steikið áfram í 1 mín., hellið rjómanum út á.
Takið af hitanum.
Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu og steikið fiskinn í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið.
Hitið sósuna og hellið yfir fiskinn.
Borið fram með kartöflum og brauði.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumaður
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill