Markaðurinn
Nýr samstarfssamningur undirritaður milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi
Á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöll var formlega undirritaður nýr samstarfssamningur milli Expert (Fastus ehf) og Bocuse d’Or á Íslandi.
Samningurinn nær til ársins 2027 og felur í sér aukið samstarf aðila, þar á meðal æfingaraðstöðu fyrir íslenskan keppanda Bocuse d’Or í Expert eldhúsinu á Höfðabakka.
Samstarfið milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi á sér langa sögu, en félagið hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum keppninnar hérlendis síðastliðinn áratug. Samningurinn veitir íslenska keppanda Bocuse d’Or og hans teymi aðgang að tækjum, aðstöðu og reynslu sérfræðinga Expert til að undirbúa sig fyrir þessa virtustu matreiðslukeppni heims.
„Við erum afar stolt af því að halda áfram að styðja við Bocuse d’Or á Íslandi og skapa aðstöðu fyrir keppanda og hans teymi til að æfa í fullkomnasta sýningareldhúsi landsins“
segir talsmaður Expert.
„Þetta samstarf er til marks um metnað okkar fyrir íslenskri matreiðslu og framúrskarandi aðstöðu fyrir matreiðslumenn landsins. Við hlökkum til næstu ára í þessu spennandi samstarfi“.
Með þessum samningi mun Expert halda áfram að vera leiðandi afl í stuðningi við íslenska veitingageirann.
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi