Viðtöl, örfréttir & frumraun
Varðveita harðfisks og skreiðar menningu
Hér hefur fiskur verið hertur nánast frá landnámi; skreið var lengi mikilvæg útflutningsvara og harðfiskur er hnossgæti. Nú er unnið að því að fá hertan fisk skráðan á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Fyrir nokkrum vikum hafði Terje Inderhaug hjá Slow Food í Bergen samband við formann Íslandsdeildar Slow Food Dóru Svavarsdóttur, og óskaði eftir þátttöku Íslands í fyrrnefndu verkefni. Norðmenn fara fyrir verkefninu en að því koma líka Íslendingar, Ítalir og Nígeríumenn.
Það er Slow Food samtökin á Íslandi sem hefur unnið að því að fá hertan fisk skráðan hjá UNESCO.
Á ensku kallast listinn Representative List of the Intangible Cultural Heritage of Humanity. Til þess að komast á þennan lista þarf umsóknin að vera ítarleg og lýsa viðfangsefninu á breiðum grundvelli, lýsa framleiðslu, matreiðslu og ekki síst siðum og venjum tengdum viðfangsefninu.
Jafnframt þarf að fylgja umsókninni listi samtaka, fyrirtækja og einstaklinga sem leggja henni lið og lýsa sinni aðkomu að því að halda harðfisks og skreiðar menningu á lofti. Umsóknin byggir á samningi UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða sem öðlaðist gildi á Íslandi árið 2006.
Morgunvaktin á Rás 1 var með umsóknina til umfjöllunar þar sem umsjónarmenn þáttarins þau Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara og formann Slow Food Reykjavík og Guðmund Guðmundsson matvælafræðing.
Smellið hér til að hlusta á viðtalið sem hefst á 01:12:15.
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000