Markaðurinn
Gleðilegan Ostóber – Sjötta árið í röð heldur Mjólkursamsalan októbermánuð hátíðlegan
Sjötta árið í röð heldur Mjólkursamsalan októbermánuð hátíðlegan undir yfirskriftinni Ostóber – tími til að njóta osta þar sem gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta er fagnað og landsmenn eru hvattir til borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð.
Það er óhætt að segja að Ostóber hafi fest sig í sessi enda fullkominn tími til hafa það huggulegt heima og njóta osta með fjölskyldu og vinum.
Í Ostóber kynnir MS til leiks fjölbreyttar nýjungar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, enda nýjungarnar eins ólíkar og þær eru margar.
- Ostakaka með karamellukurli,
- Rjómaostur með tómötum og basilíku
- Tvíliti cheddar osturinn Marmari
Ofantaldar vörur eru þrjár ólíkar og spennandi nýjungar sem koma í verslanir í tilefni Ostóber.
Til viðbótar var ákveðið að setja aftur á markað þrjá Ostóberosta sem landsmenn fengu að kynnast á síðasta ári og því munu eflaust margir taka komu þeirra fagnandi
- Hektor með jalapeno
- Dala Auður með chili
- Stout gráðaostur
Gerum vel við okkur í Ostóber því nú er tími til að njóta osta.
Frekari upplýsingar um Ostóber ostana okkar má finna með því að smella hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar








