Frétt
Mest magn af sjávarafurðum flutt út til Noregs
Flutt voru út tæplega 685 þúsund tonn af sjávarafurðum á árinu 2023 sem er 57 þúsund tonnum minna en árið áður. Útflutningsverðmæti sjávarafurða síðasta árs var um 353 milljarðar króna en var 359 milljarðar króna árið 2022.
Frystar sjávarafurðir voru 44% af útflutningsverðmætinu, ísaðar afurðir voru 25% og mjöl/lýsi um 20%. Af einstökum fisktegundum var verðmæti frystra þorskafurða mest eða tæpir 50 milljarðar króna og næst kom verðmæti ísaðs þorsks, um 38 milljarðar, að því er fram kemur á hagstofa.is.
Mest magn var flutt út til Noregs eða sem nemur tæpum 20% af heildarmagninu en 11% af útflutningsverðmæti sjávarafurða. Næstmest var flutt út til Bretlands, um 13% af heildarmagninu og 16% útflutningsverðmætisins.
Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða, sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga fiskafurða, var rúmlega 353 milljarðar árið 2023 sem var nær óbreytt frá fyrra ári. Á föstu verðlagi jókst útflutningsframleiðsla um 9% miðað við verðlag ársins 2012.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni