Viðtöl, örfréttir & frumraun
Heimir í Bítinu: „Besti hamborgarinn sem ég hef smakkað“
Heimir Karlsson þáttastjórnandi Bítisins á Bylgjunni og einn besti útvarpsmaður landsins er ófeiminn við að segja skoðanir sínar. Ívar Örn Hansen matreiðslumeistari eða betur þekktur sem helvítis kokkurinn, kom með Helvítis hamborgarann í Bítið.
Þar sagði Heimir að helvítis hamborgarinn væri besti hamborgari sem hann hefur smakkað.
Hamborgarinn inniheldur nauta brisket borgari í kartöflubrauði með Helvítis beikon og Brennivín kryddsultu, tvöföldum osti, tómat, súrum gúrkum, brakandi salati og pikkluðum rauðum jalapeno, þessi samsetning getur ekki klikkað. Verð 3.890 kr.
Veitingastaðurinn Sæta svínið býður upp á Helvítis hamborgarann í samstarfi við Ívar, en þessi djúsí hamborgari verður í boði út september mánuðinn.
„Ég er á fullu að undirbúa haustið og veturinn, framleiðsla á sultum stendur hæst þessa dagana ásamt einkamatreiðslu verkefnum um allt land.“
Sagði Ívar Örn í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um verkefnin þessa dagana.
Hvaða vara er söluhæst hjá þér?
„Söluhæst núna er Surtsey og Ananas.“
Hlustið á Bítið í spilaranum hér að neðan:
Myndir: aðsendar

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni