Uppskriftir
Lagskiptur bláberjaeftirréttur
Ljúffengur bláberjaeftirréttur en berjavertíðin nálgast alltaf óðfluga.
Hráefni:
200 g bláber (sítrónusafi m. hrásykur)
1 dallur marscapone-ostur
1 peli
þeyttur rjómi (eða þeytirjómi)
Nokkrar súkkulaðikexkökur
1 stk. sítróna, safi og börkur (rifinn með rifjárni utan af sítrónunni)
Aðferð:
Takið 4-6 glös eða sultukrukkur og setjið 3 tsk. af bláberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti.
(Bláberjamauk er hægt að gera með ögn af sítrónusafa, bláberjum og smá hrásykri ef berin eru súr).
Setjið marscapone-ostinn í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af kreminu í hvert glas. Setjið 3 tsk. af nammikurli eða súkkulaðikúlum ofan á marscapone-ostinn og sprautið síðan öðru lagi af þeyttum rjóma ofan á.
Skreytið glösin með muldu kexi, sítrónuberki og berjum. Raðið glösunum á bakka og kælið þar til á að borða réttinn.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag