Uppskriftir
Lagskiptur bláberjaeftirréttur
Ljúffengur bláberjaeftirréttur en berjavertíðin nálgast alltaf óðfluga.
Hráefni:
200 g bláber (sítrónusafi m. hrásykur)
1 dallur marscapone-ostur
1 peli
þeyttur rjómi (eða þeytirjómi)
Nokkrar súkkulaðikexkökur
1 stk. sítróna, safi og börkur (rifinn með rifjárni utan af sítrónunni)
Aðferð:
Takið 4-6 glös eða sultukrukkur og setjið 3 tsk. af bláberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti.
(Bláberjamauk er hægt að gera með ögn af sítrónusafa, bláberjum og smá hrásykri ef berin eru súr).
Setjið marscapone-ostinn í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af kreminu í hvert glas. Setjið 3 tsk. af nammikurli eða súkkulaðikúlum ofan á marscapone-ostinn og sprautið síðan öðru lagi af þeyttum rjóma ofan á.
Skreytið glösin með muldu kexi, sítrónuberki og berjum. Raðið glösunum á bakka og kælið þar til á að borða réttinn.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum