Vertu memm

Keppni

Svíar sigruðu í heimsmeistaramóti ungra bakara – Hekla og Stefanía fengu sérverðlaun – Myndir

Birting:

þann

Svíar sigruðu í heimsmeistaramóti ungra bakara - Hekla og Stefanía fengu sérverðlaun - Myndir

Stefanía Malen Guðmundsdóttir og Hekla Guðrún Þrastardóttir

Heimsmeistaramót ungra bakara var haldið á Íslandi nú á dögunum en mótið fór fram í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi.

Keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972 og var það Landssamband bakarameistara (LABAK) sem stóð að undirbúningi keppninnar hér á Íslandi.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti – Svíþjóð
2. sæti – Spánn
3. sæti – Frakkland

Löndin sem kepptu til úrslita voru Ísland, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Kína.

Bakarnir Hekla Guðrún Þrastardóttir og Stefanía Malen Guðmundsdóttir kepptu fyrir hönd íslands og stóðu sig frábærlega og fengu sérverðlaun fyrir skipulagningu og góða samvinnu.

Með fylgir myndir frá facebook síðu Menntaskólans í Kópavogi sem gerði góð skil á keppninni.

Myndir: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið