Keppni
Svíar sigruðu í heimsmeistaramóti ungra bakara – Hekla og Stefanía fengu sérverðlaun – Myndir
Heimsmeistaramót ungra bakara var haldið á Íslandi nú á dögunum en mótið fór fram í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi.
Keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972 og var það Landssamband bakarameistara (LABAK) sem stóð að undirbúningi keppninnar hér á Íslandi.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Svíþjóð
2. sæti – Spánn
3. sæti – Frakkland
Löndin sem kepptu til úrslita voru Ísland, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Kína.
Bakarnir Hekla Guðrún Þrastardóttir og Stefanía Malen Guðmundsdóttir kepptu fyrir hönd íslands og stóðu sig frábærlega og fengu sérverðlaun fyrir skipulagningu og góða samvinnu.
Með fylgir myndir frá facebook síðu Menntaskólans í Kópavogi sem gerði góð skil á keppninni.
- Sýningarstykkið frá Íslenska liðinu
- Hlaðborðið frá Íslenska liðinu
Myndir: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi

-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards