Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar mathallar á Glerártorgi – Aron: „Við viljum leggja leið okkar norður og taka þátt í veitingaflórunni hérna,“
Nú dregur til tíðinda á Glerártorgi, en nýir rekstraraðilar mathallarinnar, frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson eru í óða önn að finna matsölustaði í nýju höllina.
„Við þorum ekki að lofa neinu, en við vonum svo sannarlega að við getum opnað um mitt sumarið,“
segir Guðmundur, en hann hefur verið kokkur í 22 ár. Aron er með bakgrunn í fjarskiptaumhverfinu og lærður viðskiptafræðingur.
Frændurnir reka saman pizzustaðinn Pizza Popolare í Pósthús Mathöll í Reykjavík, og eru búsettir þar.
„Við viljum leggja leið okkar norður og taka þátt í veitingaflórunni hérna,“
segir Aron í samtali við akureyri.net sem fjallar nánar um málið hér.
Kristján Ólafur Sigríðarson var rekstrarstjóri mathallarinnar en Eik fasteignafélag hf., eigandi Glerártorgs sleit samstarfi við Kristján eftir að upp komst um stórfelld skattalagabrot hans.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag