Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar mathallar á Glerártorgi – Aron: „Við viljum leggja leið okkar norður og taka þátt í veitingaflórunni hérna,“
Nú dregur til tíðinda á Glerártorgi, en nýir rekstraraðilar mathallarinnar, frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson eru í óða önn að finna matsölustaði í nýju höllina.
„Við þorum ekki að lofa neinu, en við vonum svo sannarlega að við getum opnað um mitt sumarið,“
segir Guðmundur, en hann hefur verið kokkur í 22 ár. Aron er með bakgrunn í fjarskiptaumhverfinu og lærður viðskiptafræðingur.
Frændurnir reka saman pizzustaðinn Pizza Popolare í Pósthús Mathöll í Reykjavík, og eru búsettir þar.
„Við viljum leggja leið okkar norður og taka þátt í veitingaflórunni hérna,“
segir Aron í samtali við akureyri.net sem fjallar nánar um málið hér.
Kristján Ólafur Sigríðarson var rekstrarstjóri mathallarinnar en Eik fasteignafélag hf., eigandi Glerártorgs sleit samstarfi við Kristján eftir að upp komst um stórfelld skattalagabrot hans.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






