Uppskriftir
Reykt ýsa, kartöflur og rúgbrauð
Reykt ýsa
Aðferð:
Sett á bakka og elduð á 55 °C í 20 mínútur.
Kartöflu og eplasalat
Hráefni:
1 stk. bökunarkartafla ½ grænt epli
1 stk. skalottlaukur
piparrót
salt
majónes
Aðferð:
Skrælið og skerið kartöflur í teninga, eldið þar til þær eru mjúkar, epli skrælt og skorið í sömu stærð og kartöflurnar, blandað saman við lauk og majónes þar til majónesið hjúpar allt.
Smakka til með salti og piparrót.
Rúgbrauð-scrumble
Rúgbrauð unnið í matvinnsluvél, bakað með olíu og salti við 160 °C í 20 mín.
Dillolía
200 g dill
200 g olía
Aðferð:
Sett í blandara og unnið saman þar til blandan nær 70 gráðum, þá sigtað.
Radísur
Skornar þunnt með eldhúsmandólíni og settar í vatn.
Fiskisósa
5 stk. fennel ½ græn epli
1 skalottlaukur
1 geiri hvítlaukur
1 búnt sítrónugras
3 anisstjörnur
10 g fennelfræ
10 g svört piparkorn
2 sítrónur, safinn og börkurinn
500 g hvítvín
1 l rjómi
250 g smjör
500 g fiskisoð
Aðferð:
Allt skorið fínt og svitað vel og lengi, hvítvíni bætt við og soðið niður, svo fiskisoðið og soðið niður, að lokum rjómi soðinn aðeins niður og smjörinu pískað saman við, smakkað til með salti.
Höfundur: Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari
Uppskrift þessi var birt í tímaritinu Vín og matur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF