Keppni
Úrslit í norðurlandamótinu í framreiðslu og matreiðslu – Jafet Bergmann í verðlaunasæti
Norðurlandamótið í framreiðslu og matreiðslu var haldið í Herning í Danmörku sl. tvo daga, 18. og 19. mars. Þar voru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um Norðurlandameistaratitilinn.
Keppt var um titlana Matreiðslumaður Norðurlandanna, Framreiðslumaður Norðurlandanna, Ungkokkur Norðurlandanna og Grænkokkur Norðurlandanna.
Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlandanna, Iðunn Sigurðardóttir keppti um titilinn Matreiðslumaður Norðurlandanna, Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna og Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir um titilinn Grænkokkur Norðurlandanna.
Jafet Bergmann hreppti þriðja sætið og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.
Úrslit urðu á þessa leið:
Matreiðslumaður Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Finnland
Framreiðslumaður Norðurlandanna
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Finnland
Ungkokkur Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Ísland
Grænkokkur Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi