Keppni
Úrslit í norðurlandamótinu í framreiðslu og matreiðslu – Jafet Bergmann í verðlaunasæti
Norðurlandamótið í framreiðslu og matreiðslu var haldið í Herning í Danmörku sl. tvo daga, 18. og 19. mars. Þar voru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um Norðurlandameistaratitilinn.
Keppt var um titlana Matreiðslumaður Norðurlandanna, Framreiðslumaður Norðurlandanna, Ungkokkur Norðurlandanna og Grænkokkur Norðurlandanna.
Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlandanna, Iðunn Sigurðardóttir keppti um titilinn Matreiðslumaður Norðurlandanna, Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna og Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir um titilinn Grænkokkur Norðurlandanna.
Jafet Bergmann hreppti þriðja sætið og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.

Heil herdeild af Íslenskum fagmönnum voru í Herning, keppendur, þjálfarar, skipuleggjendur, stuðningsmenn ofl. ofl.
Mynd: Klúbbur matreiðslumeistara.
Úrslit urðu á þessa leið:
Matreiðslumaður Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Finnland
Framreiðslumaður Norðurlandanna
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Finnland
Ungkokkur Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Ísland
Grænkokkur Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






