Vertu memm

Keppni

Landslið kjötiðnaðarmanna komið á fullt – Jóhannes Geir: „Það er góður andi í þessu nýja landsliði….“

Birting:

þann

Landslið kjötiðnaðarmanna komið á fullt - Keppa í heimsmeistarakeppni í kjötskurði á næsta ári

F.v. Guðmundur Bílddal, Dominik Przybyla, Davíð Clausen Pétursson og Jón Gísli Jónsson. ( Á myndina vantar: Hermann S. Björgvinsson og Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar)

Landslið kjötiðnaðarmanna hefur tekið breytingum frá seinustu heimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) sem haldin var í Memorial Auditorium ráðstefnuhöllinni í Sacramento sem að íslenska landslið kjötiðnaðarmanna tók þátt í árið 2022.

Núverandi landslið er skipað einum landsliðsmanni frá síðustu keppni sem er Jón Gísli Jónsson og er jafnframt núverandi fyrirliði, Guðmundur Bílddal, Dominik Pryzbyla, Davíð Clausen Pétursson, Hermann S. Björgvinsson og Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar.

Landsliðið var myndað nú í byrjun árs og er hugmyndavinna komin á fullt fyrir næstu WBC keppni sem haldin verður í París dagana 30. og 31. mars 2025, sem endar svo með verðlaunaafhendingu og galadinner 1. apríl 2025.

„Fyrsta verklega æfing þessa nýja landsliðs var að úrbeina naut fyrir Matland, fékk landsliðið svolítið lausan tauminn með verkunina á kjötinu, án þess að gefa of mikið upp hvað leynivopn við verðum með í París á næsta ári, enda stefnum við hátt, eins og við erum vanir.

Það er góður andi í þessu nýja landsliði og eru menn spenntir fyrir komandi verkefni, enda með eindæmum skemmtilegir menn og frábærir fagmenn.“

Sagði Jóhannes Geir Númason foringi landsliðsins í samtali við veitingageirinn.is.

Landslið kjötiðnaðarmanna komið á fullt - Keppa í heimsmeistarakeppni í kjötskurði á næsta ári

Tjörvi Bjarnason ritstjóri Matlands og Davíð Clausen Pétursson

Á fyrstu æfingu var t.a.m. verkuð heil kálfs kvíga frá Hvammi í Ölfusi.  Um 300 kg holdablendingur sem var til sölu á Matlandi, en hægt er að skoða allt úrvalið af kjötinu frá Hvammi hér.

Myndir: www.matland.is og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra Matlands.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið