Vertu memm

Starfsmannavelta

Þröstur hættir á Atlantic og er á leið í olíubransann

Birting:

þann

Þröstur Magnússon matreiðslumaður

Þröstur Magnússon matreiðslumaður

Þröstur Magnússon matreiðslumaður hefur starfað sem yfirmatreiðslumaður hjá Radisson Blu Atlantic í Stavanger í Noregi í 5 ár, en hann segir á facebook sinni að hann sé hættur hótelbransanum og er á leið í olíubransann.

Freisting.is forvitnaðist aðeins um starfið hans á Atlantic, ákvörðun um að hætta og um nýja starfið: „Ég er búinn að starfa á Atlantic í 5 ár og er búinn að gera ansi margt nýtt þar, t.a.m. cook and chill sem varla þekktist hérna úti sem er alveg með ólíkindum.  Við erum ekki búnir að finna arftakann minn í þetta starf, en það var ekki auðvelt að láta þessa stöðu frá sér þar sem hún er búin að vera ansi krefjandi og skemmtileg hér á Atlantic.

Hvert er nýja starfið?

„Starfið mitt er sem yfirkokkur hjá olíufyrirtæki sem heitir Total og snýst það mest um „fine dining“ kantinu með VIP hádegisverði sem eru pantaðir fyrirfram og svo af og til kvöldveislur fyrir ca. 150 manns í 6-7 réttar, ansi spennandi og frábær vinnutími þ.e. 07:00 – 15:00 virka daga og frí um helgar“.

Þröstur hættir á Atlantic í byrjun júlí og þá verður farið í 5 vikna sumarfrí og svo verður hafið nýtt starf í kringum 8. ágúst næstkomandi.  Við óskum Þresti vel farnaðar og að sjálfsögðu komum við til með að fylgjast með kappanum í nýja starfinu.

Fyrir áhugasama þá er hægt að sækja um stöðu yfirmatreiðslumann á Atlantic sem hér segir:

Yfirmatreiðslumaður
Vi søker ny kjøkkensjef.  Vi søker en person med stor fagkunnskap og som er stolt av faget sitt og har et sterkt ønske om å få ta i bruk sine egenskaper, erfaring og kunnskap til å rendyrke og utvikle gode matkonsepter for kjøkkene på Atlantic. Vi er opptatt av å levere god mat med et smil som overgår kundens forventninger. Vi kan tilby en arbeidsplass med et team av unge medarbeidere som er opptatt av å levere hver gang. Her er det stor variasjon og mange utviklingsmuligheter. Kjøkkensjefen er ansvarlig for drift av begge kjøkken med daglig drift, bemanning og det forventes god kjøkkenøkonomi.

Krav til stillingen som kjøkkensjef: – kokkefagbrev, samt flere års erfaring som kokk/soussjef/kjøkkensjef – kunnskap om hygienearbeid – Kunnskap om IK-mat og hccp – gode økonomikunnskaper Før den rette personen så er utviklingsmulighetene store både når det gjelder faglige utfordringer, menyplanlegging, ledelse, oa. For den som viser stort interesse og pågangsmot kan vi tilby gode lønsbetingelser, hyggelige kollegaer og varierende arbeid i en spennande bransje. I tillegg er det ønskelig at du – prater norsk, eventuelt engelsk – har grunnleggende datakunnskap.

Nánari upplýsingar gefur Þröstur Magnusson núverandi yfirkokkur [email protected]

 

Mynd: Aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið