Smári Valtýr Sæbjörnsson
Neytendastofa sektar bakarí og fiskbúðir fyrir ófullnægjandi verðmerkingar
Neytendastofa hefur sektað þrjú bakarí og tvær fiskbúðir í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Stofnunin fór í heimsóknir í bakarí og fiskbúðir á höfuðborgarsvæði í þeim tilgangi að skoða verðmerkingar og fengu þau fyrirtæki sem stofnunin gerði athugasemdir við fyrirmæli að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Þegar skoðununum var fylgt eftir kom í ljós að þrjú bakarí og tvær fiskbúðir höfðu ekki gert fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum. Því hefur Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á bakaríin Björnsbakarí Austurströnd, Bæjarbakarí og Okkar bakarí og á fiskbúðirnar Gallerý fisk og Fiskbúðina Höfðabakka.
Myndir: úr safni
![]()
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn






