Sverrir Halldórsson
Michelin veitingastaður lokaður vegna tilfella af Norovirus
Veitingastaðnum Dinner By Heston hefur verið lokað vegna tilfella af Norovirus, en staðurinn er á Mandarin Oriental í London og hefur 2 Michelin stjörnur. Það veiktust 23 matargestir og 21 starfsmaður og verður staðurinn lokaður í viku meðan reynt verður að komast að rótum vandans.
Þetta er áfall fyrir Heston, en 2009 lenti veitingastaður hans The Fat Duck í Brey samskonar tilfelli, nema þá veiktust mun fleiri eða um 400 manns.
Eflaust vaknar sú spurning hvort það sé eitthvað í verkferlum hjá honum sem orsakar þessa sýkingu, því hver hefði trúað því að staður með 3 Michelin stjörnu og staður með 2 Michelin stjörnur í eigu sama manns myndu báðir þurfa að loka tímabundi vegna norovirus á báðum stöðunum.
Hægt er að lesa nánar um pistilinn hér frá 2009 sem við skrifuðum um málið þá.
Mynd: wikipedia.org/Heston_Blumenthal
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar





