Sverrir Halldórsson
Michelin veitingastaður lokaður vegna tilfella af Norovirus
Veitingastaðnum Dinner By Heston hefur verið lokað vegna tilfella af Norovirus, en staðurinn er á Mandarin Oriental í London og hefur 2 Michelin stjörnur. Það veiktust 23 matargestir og 21 starfsmaður og verður staðurinn lokaður í viku meðan reynt verður að komast að rótum vandans.
Þetta er áfall fyrir Heston, en 2009 lenti veitingastaður hans The Fat Duck í Brey samskonar tilfelli, nema þá veiktust mun fleiri eða um 400 manns.
Eflaust vaknar sú spurning hvort það sé eitthvað í verkferlum hjá honum sem orsakar þessa sýkingu, því hver hefði trúað því að staður með 3 Michelin stjörnu og staður með 2 Michelin stjörnur í eigu sama manns myndu báðir þurfa að loka tímabundi vegna norovirus á báðum stöðunum.
Hægt er að lesa nánar um pistilinn hér frá 2009 sem við skrifuðum um málið þá.
Mynd: wikipedia.org/Heston_Blumenthal
![]()
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa





