Markaðurinn
Dúnmjúk og dökk óskaskúffukaka með smjörkremi
Enn ein skúffuköku uppskriftin? Gæti einhver hugsað núna. En það er bara þannig að skúffuköku má alltaf fullkomna enn frekar og ég held að hér sé komin líklega sú besta sem ég hef smakkað hingað til.
Kaffijógúrtið gerir hana dúnmjúka og ýtir enn frekar undir djúpt súkkulaðibragðið og kremið, sem er eins og silki, er af öðrum heimi ljúffengt.
Skúffukaka:
5 dl hveiti
4 dl sykur
2 dl kakó
½ tsk salt
2 tsk matarsódi
1 dl olía
2 dósir Óskajógúrt með kaffibragði
2 egg
2 tsk vanilluextract
150 gr smjör, brætt
2 dl heitt vatn
Aðferð:
- Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
- Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
- Pískið saman olíu, eggjum, jógúrti og vanillu og hellið út í deigið. Bætið að lokum heitu vatni og bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.
- Hellið í skúffukökuform og bakið í um það bil 30 mínútur eða þar til bakað í gegn.
Krem:
200 gr smjör við stofuhita
3 dl flórsykur
1 tsk vanilluextrakt
4 msk rjómi frá Gott í matinn
200 gr dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Þeytið smjörið, flórsykurinn og vanillu mjög vel saman þar til létt og ljós.
- Bætið rjómanum saman við og þeytið áfram.
- Bræðið súkkulaðið og hellið því volgu (alls ekki alveg kældu) saman við kremið og þeytið vel áfram.
- Smyrjið kreminu yfir kælda kökuna.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana