Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýtti miða á fyrsta farrými til að borða frítt í eitt ár
Kínverskur karlmaður nýtti sér þá möguleika sem fylgja því að eiga flugmiða á fyrsta farrými og borðaði frítt í heilt ár. Hann bókaði miða á fyrsta farrými hjá flugfélaginu China Eastern Airline og komst þannig inn í biðsalinn sem eigendum slíkra miða er boðið til. Frá þessu er sagt á vefsíðu Gizmodo.
Þar gat hann borðað eins og hann lysti af ljúffengum mat. En í stað þess að fara í flugið eftir að hann hafði lokið við að borða breytti hann dagsetningu flugsins og fór heim til sín. Hann kom svo aftur daginn eftir og gerði það sama, borðaði og breytti dagsetningu flugsins.
Á einu ári breytti hann flugmiðanum 300 sinnum og því borðaði hann ókeypis máltíð meiri hluta ársins. Það má segja að maðurinn hafi svo sannarlega nýtt sér smugu sem var í kerfinu til fulls.
Þegar flugfélagið fór að skoða það af hverju hann hefði breytt miðanum þetta oft afpantaði hann flugmiðann og fékk hann flugmiðann endurgreiddann að fullu, að því er fram kemur á visir.is.
Mynd: flychinaeastern.com
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir