Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nýtti miða á fyrsta farrými til að borða frítt í eitt ár

Birting:

þann

Kína - AirlineKínverskur karlmaður nýtti sér þá möguleika sem fylgja því að eiga flugmiða á fyrsta farrými og borðaði frítt í heilt ár. Hann bókaði miða á fyrsta farrými hjá flugfélaginu China Eastern Airline og komst þannig inn í biðsalinn sem eigendum slíkra miða er boðið til. Frá þessu er sagt á vefsíðu Gizmodo.

Þar gat hann borðað eins og hann lysti af ljúffengum mat. En í stað þess að fara í flugið eftir að hann hafði lokið við að borða breytti hann dagsetningu flugsins og fór heim til sín. Hann kom svo aftur daginn eftir og gerði það sama, borðaði og breytti dagsetningu flugsins.

Á einu ári breytti hann flugmiðanum 300 sinnum og því borðaði hann ókeypis máltíð meiri hluta ársins. Það má segja að maðurinn hafi svo sannarlega nýtt sér smugu sem var í kerfinu til fulls.

Þegar flugfélagið fór að skoða það af hverju hann hefði breytt miðanum þetta oft afpantaði hann flugmiðann og fékk hann flugmiðann endurgreiddann að fullu, að því er fram kemur á visir.is.

 

Mynd: flychinaeastern.com

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið