Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fröken Selfoss opnar í dag – Myndaveisla
Fröken Selfoss er nýr veitingastaður sem opnar í dag með pomp og prakt, en staðurinn er staðsettur í miðbæ Selfoss.
Fröken Selfoss leggur sérstaka áherslu á fjöruga stemningu, fjölbreytta smárétti, áhugaverða framsetningu og frumlega kokteila. Það má því með sanni segja að hér sé um að ræða glæsilega veitingaupplifun og kærkomna viðbót við veitingaflóru Sunnlendinga.
Staðurinn var hannaður af Leifi Welding, sem hefur hannað fjölmarga veitingastaði í Reykjavík, svo sem Apótekið, Grillmarkaðinn, Sushi Social og fleiri valinkunna staði sem flestir ættu að kannast við.
Eigendur Fröken Selfoss eru hjónin Árni Bergþór Hafdal Bjarnason og Guðný Sif Jóhannsdóttir sem hafa komið af krafti inn í veitingasenuna á Selfossi á síðustu árum og reka m.a. Samúelsson Matbar í Mjólkurbúinu og ísbúðina Groovís.

Haldin var general prufa á veitingastaðnum sl. laugardag á sjálfum brúðkaupsdegi þeirra hjóna og brúðkaupsveislan var einnig haldin á Fröken Selfossi
Fröken Selfoss er staðsett á neðra Brúartorgi við hlið Messans og gegnt Sviðinu. Með opnun Fröken Selfoss eru nú öll rými miðbæjarins með starfsemi og má því segja að fyrsti hluti hans sé nú fullskapaður. Það hefur verið skálað við minna tilefni.
Blásið var til opnunarfagnaðar í gær, fimmtudaginn 28. september, þar sem brot af því besta á matseðlinum á Fröken Selfossi var í boði, matur jafnt sem drykkir, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: Andreas Jacobsen / facebook: Miðbær Selfoss og aðsendar.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn3 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi






















