Viðtöl, örfréttir & frumraun
Arnar Páll kynnir Íslenskan mat á hátíðinni Taste of Iceland í Chicago
Hátíðin Taste of Iceland fer fram dagana 7. – 9. september næstkomandi þar sem boðið verður upp á Íslenskan mat á franska veitingastaðnum Bistronomic sem staðsettur er við Wabash stræti í Chicago.
Á þriggja daga hátíðinni geta Chicagobúar upplifað og fagnað íslenskri menningu í gegnum mat, drykki, tónlist, kvikmyndir, bókmenntir og margt fleira.
Arnar Páll Sigrúnarson matreiðslumaður býður upp á fjögurra rétta matseðil á Bistronomic:
1. réttur
Smoked Arctic char with Icelandic wasabi, geothermal rye bread, cucumber, skyr
2. réttur
Icelandic Cod with smoked mashed potatoes, apples, almonds, shellfish sauce
3. réttur
Icelandic Lamb with white cabbage, carrots, mustard, lamb sauce
4. réttur
Icelandic Provisions skyr with seasonal berries, liquorice, oat crumble
Herlegheitin kosta 85 dollara og með vínpörun 135 dollara.
Arnar Páll útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2010 og starfar nú hjá Bláa Lóninu við góðan orðstír.
Arnar hefur starfað á veitingastöðunum Matur og Drykkur, Slippnum í Vestmannaeyjum, Relais & Chateaux hótelinu í Hørve í Danmörku, danska konungsgarðinum Mielcke & Hurtigkarl og á Michelin veitingastaðnum Texture í London svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur