Vertu memm

Uppskriftir

Lambafille Wellington – Uppskrift

Birting:

þann

Lambafille Wellington

Uppskriftin er fyrir 4

Sveppamauk

  • 2 box sveppir
  • 1 stk skallotlaukur (gróft skorinn)
  • 1 hvítlauksrif (fínt rifinn)
  • 1 búnt steinselja

Setjið sveppina, hvítlaukinn og skallotlaukinn í matvinnsluvél og vinnið saman í ca. 20 sek eða þar til allt er orðið smátt skorið. Hitið pönnu og setjið blönduna á þurra pönnuna. Steikið þar til vökvinn er farinn úr blöndunni. Setjið blönduna inn ísskáp í 30 mín.

Lambafille

  • 2 stk stór fullhreinsuð lambafille (ca. 800-900 gr.)
  • 1 plata myllu smjördeig
  • 1 msk Dijon sinnep
  • 10 sneiðar af hráskinku
  • Sjávarsalt
  • Svartur pipar úr kvörn
  • Ólífuolía
  • 1 stk eggjarauða

Hitið pönnu með ólífuolíu á og brúnið lambafille-in allan hringinn. Pennslið fille-in með með dijonsinnepinu og kryddið með saltinu og piparnum. Leggið plastfilmu á eldhúsborðið sem er 40×40 cm, leggja þarf saman nokkrar filmur til að ná þessari stærð. Raðið hráskinkunni á plastfilmuna þannið að hún sé nógu stór á alla kanta til að hjúpa bæði fille-in liggjandi saman. Smyrjið lambafillein allan hringinn með dijonsinnepinu.

Veisluþjónusta

Smyrjið sveppamaukinu þétt yfir hráskinkuna og setjið svo bæði lambafillein liggjandi saman inn í miðjuna. Hjúpið fille-in með hráskinkunni og sveppamaukinu með því að leggja plastfilmuna varlega yfir þau og rúlla svo plastinu þéttingsfast utan um þau. Setjið rúlluna inn í ísskáp í 30 mín.

Á meðan takið þið smjördeigið og fletjið það út með kefli í stærð sem nær utan um rúlluna. Takið rúlluna út úr kælinum og takið plastfilmuna utan af henni.  Setjið á mitt smjördeigið og hjúpið rúlluna með smjördeiginu. Lokið rúllunni í báða enda með smjördeiginu og setjið hana á bökunarplötu með smjörpappír á. Passið vel að samskeitin á smjördeiginu séu undir rúllunni.

Penslið rúlluna með eggjarauðunni, skerið grunnar rendur í deigið með bakinu á litlum hníf – ath. ekki skera í gegnum deigið! Saltið vel yfir deigið og setjið inn í 200 gráðu heitan ofninn í 20-25 mín eða þar til rúllan hefur náð 46 gráðum í kjarnhita. Takið út úr ofninum og látið hvíla í 10-15 mín.

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Mynd og höfundur:  Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið