Markaðurinn
Pastasalat með túnfisk og avacado – Einstaklega ferskt og gott
Einstaklega ferskt og gott pastasalat sem tekur um 15 mínútur að gera. Frábært til þess að taka með sér í ferðalagið í sumar, nú eða bjóða upp á í góðra vinahópi á pallinum í sumar eða næsta barnaafmæli.
Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja eitthvað annað sem þér þykir gott saman við eins og t.d. litla tómata.
Pastasalat með túnfisk og avacado
500 g pastaskrúfur
300 g túnfiskur
2 avacado, mjúk
Safi úr einni sítrónu
1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
200 g grísk jógúrt
2-3 msk sýrður rjómi 10%
1 msk Díjon sinnep
2 -3 msk Fersk steinselja
Salt og pipar
2 tsk sítrónupipar
½ tsk chilli flögur
Aðferð
- Sjóðið pastaskrúfur eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Skerið avacado gróflega niður og setjið í skál ásamt rauðlauk, hvítlauk og túnfisknum.
- Kreistið safann úr sítrónunni yfir allt og hrærið saman.
- Blandið pastaskrúfunum saman við ásamt grískri jógúrt, sýrðum rjóma, Dijon sinniepi og restinni af öllum kryddum. Gott er að blanda öllu vel saman og smakka til og bæta við frekari kryddi ef þess er þörf.
- Geymið í kæli þar til borið er fram.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill