Vertu memm

Markaðurinn

Lyre‘s og Akkúrat leita að besta áfengislausa kokteilnum – Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin

Birting:

þann

Lyre‘s og Akkúrat leita að besta áfengislausa kokteilnum - Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin

Sumarið er tíminn fyrir kokteila og besta leiðin til að kynna nýjar útgáfur er einfaldlega að efna til kokteilakeppni. Akkúrat heldur kokteilakeppni á Bingó 25. júlí næstkomandi þar sem ekkert verður gefið eftir – nema áfengið.

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Akkúrat eru um 27% landsmanna sem drekka ekki áfengi, annað hvort tímabundið eða ótímabundið. Það er því til mikils að vinna fyrir rekstraraðila að bjóða upp á gott úrval af áfengislausum valkostum fyrir viðskiptavini og gesti.

Metnaðarfullir veitingastaðir og barir eru farnir að vera með öflugt og girnilegt úrval af áfengislausum valkostum og með vörum frá Lyre‘s er hægt að búa til yfir 95% af vinsælustu kokteilum heims auk þess sem valmöguleikarnir eru nær endalausir við að skapa nýja og girnilega kokteila.

„Við erum mjög framarlega hér á landi þegar kemur að því að bjóða upp á og velja áfengislausa drykki. Við drekkum til dæmis mikið af áfengislausum bjór og framboðið á áfengislausum drykkjum er orðið svo miklu betra og gæðin meiri á síðustu árum,“

segir Logi hjá Akkúrat sem hefur verið barþjónn í meira en áratug.

Það eru fáar leiðir betri eða skemmtilegri til að kynna nýja kokteila en að halda kokteilakeppni og í þetta sinn eru það áfengislausir spírar frá Lyre‘s sem verða í aðalhlutverki.

„Okkur langaði til að kynna Lyre‘s spírana almennilega fyrir barþjónum borgarinnar og gera það á skemmtilegan máta. Lyre‘s líkja eftir aðalkokteilaspírunum og í þessu samhengi gefa þeir þeim ekkert eftir.

Þema keppninnar er einfaldlega „Sumar“ á hvaða hátt sem fólk svo túlkar það og ég hlakka mikið til að sjá hvað þátttakendurnir eru að fara að búa til. Það myndast mikil stemning í svona keppnum og svo ýta þær líka undir sköpunargáfu fólks og oft kemur fram eitthvað snilldarlegt sem svo er þróað áfram.“

Eins og áður segir verður kokteilakeppni Akkúrat og  Lyre‘s haldin á Bingó á strangheiðarlegu þriðjudagskvöldi þann 25. júlí þangað sem allir eru velkomnir.

Dómnefnd velur bestu kokteilana og efstu þrjú sætin eru verðlaunuð með eftirfarandi hætti:

  1. sæti – Gjafabréf hjá Icelandair að andvirði 80.000 kr
  2. sæti – Út að borða fyrir 2 á Moss Restaurant í Bláa lóninu og aðgangur að Bláa lóninu
  3. sæti – Aðgangur að Bláa lóninu fyrir 2

Auk þess fá keppendur veglega gjafakörfu frá Lyre‘s til að töfra fram enn fleiri áfengislausa kokteila fyrir viðskiptavini sem vilja kokteilana sína án áfengis.

Sendu tölvupóst á [email protected] til að taka þátt.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið