Frétt
Avókadó greindist með kadmíum yfir leyfilegum mörkum
Matvælastofnun varar við neyslu á Hass avókadó frá Perú sem Bananar ehf. hafa flutt inn og greindist með kadmíum yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Tilkynningin barst til Íslands í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis er um að ræða innköllun á eftirfarandi framleiðslulotum:
- Vöruheiti: Avókadó (Avocado Hass) – Avókadó í neti, avókadó í lausu og 2pack avókadó.
- Lotunúmer: LOT 25G & LOT 26B (24-03).
- Upprunaland: Perú.
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Bananar, Korngörðum 1, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Bónus og Hagkaup um allt land, ýmis stóreldhús
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til fyrirtækisins gegn endurgreiðslu.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars