Vín, drykkir og keppni
Kaupa vínframleiðanda á 1850 milljarða
Japanska félagið Suntory Holdings hefur gert tilboð í bandaríska brugghúsið Jim Beam fyrir 16 milljarða Bandaríkjadali, eða um 1850 milljarða íslenskra króna. Það er rífleg landsframleiðsla Íslands. Kaupin myndu leiða til þriðja stærsta vínframleiðanda í heimi.
Suntory er þekkt fyrir viskítegundirnar Yamazaki, Hakushu, Hibiki og Kakubin og Bowmore Sctch auk Midori líkjörsins. Meðal tegunda sem Jim Beam framleiðir eru Sauza tekíla, Courvoisier koníak og Teacher’s viskí, að því er fram kemur á mbl.is.
Heildvelta sameinaðs félags verður um 4,3 milljarðar dala, en í tilkynningu frá félaginu segir að horft sé til þess að gera sameinað félag að stóru sölufyrirtæki á heimsmælikvarða. Þau höfðu áður verið í samstarfi þar sem Jim Beam sá um dreifingu á Suntory vörum í suðurhluta Asíu og Suntory dreifði vörum Jim Beam í Japan, segir að lokum á mbl.is.
Mynd: af netinu
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti