Keppni
Stífar æfingar hjá Andreu fyrir framreiðslukeppni í Helvíti
Á hverju ári er haldinn viðburður þar sem framreiðslumenn og matreiðslumenn á norðurlöndunum keppast um titillinn Nordic Waiter & Nordic Chef.
Í ár fer keppnin fram í Hell í Noregi dagana 1. – 3. júní.
Fyrir hönd Íslands keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir í framreiðslu. Andrea starfar sem veitingastjóri á nýja veitingastaðnum OTO.
Í þessari keppni er Andrea að framreiða réttina hjá Rúnari Pierre Henriveaux matreiðslumanni og Kokk ársins 2022
Samhliða því eru mörg verkefni sem hún þarf að leysa með mestu fagmennsku.
Til dæmis:
Kokteilgerð – Blandar 6 klassíska kokteila.
Vínpörun og vín vörn – Parar saman vín við réttina hjá Rúnari og fer valið fram upp á sviði.
Sabering – Opna kampavín með sveðju og sörverar.
Uppdekning á borði – Uppröðun fyrir 3ja rétta kvöldverð með viðeigandi hnífapörum og glösum ásamt skreytingu og servíettubrotum.
Blindsmakk – keppandi á að greina vínið og svara spurningum til stiga.
Mistery service – Yfirdómari ákveður verkefni sem keppendur fá upplýsingar um samdægurs, þar getur komið ótal mörg mismunandi verkefni, sem dæmi:
Flambering – Eldsteiking
Fyrirskurður – skurður á kjöti / Fisk / ávöxtum
Forréttagerð – t.d. mixa nauta tarta table side, framreiða cesar salat og svo margt fleira.
Andrea er búin að æfa dag og nótt fyrir þessa keppni og er faginu til sóma.
Andrea fór um daginn í spjall hjá K100 og sagði hlustendum örlítið frá viðburðinum.
Myndir: Sigurður Borgar Ólafsson, formaður Klúbbs Framreiðslumeistara.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







