Markaðurinn
ÓJ&K-Ísam – Götulokanir og skert dreifing vegna leiðtogafundar
Til götulokanna og aukinna öryggiskrafna verður gripið á svæðinu í kringum Hörpu og í Kvosinni vegna Leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn verður dagana 16. og 17. maí.
Ljóst er að áhrifin munu vera umtalstalsverð og ekki verður dreift á þessu svæði þriðjudaginn 16. maí og miðvikudaginn 17. maí.
Til að koma á móts við viðskiptavini verður afgreiðslutími eftirfarandi:
Mánudagur 15. maí: Dreift verður fram eftir kvöldi ef þurfa þykir.
Þriðjudagur 16. maí: Hægt verður að sækja pantanir til ÓJ&K-Ísam, Korputorg til kl. 17:00
Miðvikudagurinn 17. maí: Hægt er að sækja pantanir til ÓJ&K – Ísam, Korputorg til klukkan 17:00.
Fimmtudagur 18. maí: Dreift verður milli 11:00-15:00 (Athugið að þetta er uppstigningardagur) og þeir sem vilja fá afhendingu þennan dag þurfa að hafa samband við sölumann og klára pöntun fyrir miðnætti kvöldinu áður.
Allar nánari upplýsingar má fá á Þjónustuborði ÓJ&K- Ísam í síma: 535-4000 en einnig eru greinagóðar upplýsingar og kort að finna á vef Stjórnarráðsins.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun