Markaðurinn
Japansk-íslenska viðskiptaráðið og Fiskmarkaðurinn halda fyrstu sake-hátíðina á Íslandi
Japanskt hrísgrjónavín nýtur sífellt meiri vinsælda um heiminn. Fram til þessa hefur lítið sem ekkert fengist af þessari merku framleiðslu hér á landi en nú hefur orðið þar breyting á svo um munar.
Nú ætlar Japansk-íslenska viðskiptaráðið og Fiskmarkaðurinn að halda sake-hátíð, en ekki er vitað um að slík hátíð hafi verið haldin hér áður á Íslandi.
Hátíðin verður haldin miðvikudaginn 10. maí og hefst herlegheitin klukkan 18:15.
Á Fiskmarkaðnum er nú hægt að komast í sake frá nokkrum af fremstu framleiðendum Japans en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera fastagestir á vínseðlum veitinghúsa í Evrópu og Bandaríkjunum sem bjóða upp á stórkostlegar matarparanir við japanskt sake.
Gestur hátíðarinnar verður Rei Suzuki, japanskur víngerðarmaður sem haslað hefur sér völl í evrópskri víngerð á síðustu árum. Hann starfar í Þýskalandi fyrir hina fornfrægu víngerð Koehler-Ruprecht í Kallstadt. Samhliða þeim störfum hefur hann kynnt og aukið hróður japanskrar vínmenningar í Þýskalandi.
Yfir sjö rétta kvöldverði mun hann kynna til sögunnar sjö ólík sake sem hafa verið sérvalin til þess að parast frábærlega með fersku hráefni og óviðjafnanlegri matargerð Hrefnu Sætran og hennar fólks á Fiskmarkaðnum en staðurinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem helsti merkisberi japanskrar matarmenningar hér á landi.
Sake-hátíðin – Miðvikudaginn 10. maí
Dagskráin hefst á þriðju hæð Fiskmarkaðarins (Uppi bar) kl. 18:15 þar sem verður dreypt á dýrindis kampavíni frá Philipponnat. Að fordrykk loknum, kl. 19:00, verður sest að borðum á Fiskmarkaðnum hvar hvert stórkostlegt sake-vínið leiðir annað og rennur saman við ostrur, sushi og annað góðgæti úr eldhúsi staðarins.
Matseðill er glæsilegur eins og sjá má hér að neðan:
Kampavíns fordrykkur á Uppi
Hörpuskel
– Reykt þorskhrogn, kampavínsvínagretta
2021 Kuheiji EAU DU DÉSIR Junmai Dai Ginjo
Gullsporði
– trufflu dressing
Matsunotsukasa Kimoto Junmai
Eldfjalla humarmaki
– humartartar með 7 spice kryddi og chili
Matsunotsukasa Raku Junmai Ginjo
Ostrur
– yuzu dressing
Tyokuni Sparkling
Kóngarækju tempura
– í tempuradeigi með yuzu jalapeno dressingu
2018 Noguchi Naohiko Sake Institut Yamahai Miyamanishiki
Stórlúða
– greipaldin chimichurri og stökkum kartöflustráum
Zaku Impression H Junmai
Volg súkkulaðikaka
– jarðarber og ís
Noguchi Naohiko Sake Institut 2019 Honjozo
Verð: 35.000 kr. á mann.
Í boði eru 4, 6 og 8 manna borð og borðapantanir eru hjá: [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana