Frétt
Verð á mjólk hækkar
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. apríl 2023:
- Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 4,33%, úr 119,77 kr./ltr í 124,96 kr./ltr.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 12. apríl 2023:
- Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 3,60%.
Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í desember 2022. Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 4,33%.
Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,74% og er þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt3 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….