Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Austfirskir matreiðslumenn vöktu athygli í Bandaríkjunum – Monkeys PopUp á Nielsen um helgina

Birting:

þann

Monkeys í Reykjavík og Nielsen á Egilsstöðum

Kári Þorsteinsson, Kristvin Þór Gautason (fyrsti kokkurinn sem Kári útskrifar af Nielsen) Úlfar Darri Þórsson (matreiðslunemi á Nielsen) Snorri Grétar Sigfússon (yfirkokkur á Monkeys)

Matreiðslumenn af veitingastaðnum Monkeys í Reykjavík og Nielsen á Egilsstöðum leiða saman hesta sína eystra nú um helgina, dagana 24. – 25. febrúar en þá verður veitingastaðurinn Monkeys með Pop-up á Nielsen á Egilsstöðum.

Matreiðslumennirnir Snorri Grètar og Andreas Patrek koma frá veitingastaðnum Monkeys í Reykjavík. Boðið verður uppá framandi 7 rétta seðil sem er undir áhrifum frá svokallaðri Nikkei matreiðslu þar sem japanskar martreiðsluhefðir blandast við perúískar og úr verður mikið úrval spennandi smárétta sem vekja forvitni og kitla bragðlaukana.

Matseðill dagana 24. – 25. febrúar

Plantain
borið fram með guacamole og tuna tartare

Kjúklinga gyoza
kimchi og sesam ponzu

Grilluð vatnsmelóna
sveppa mayo, rósapipar og stökk svartrót

Laxa tiradito
chilli macha og sesamfræ

Tuna ceviche
ástaraldin, yuzu, rauðlaukur og kasjúhnetur

Miso Nautalund
perúsk kartöflukaka, sveppa mole, spicy kjúklingagljái

Monkeys Mandarína
mandarínu og tonkabauna mousse, yuzu marengs og þurrkuð súkkulaðikaka.

11.990 kr.- á mann

Þetta er sannkallað framandi ferðalag fyrir bragðlaukana!

Borðapantanir á Dineout.is hér.

Austfirskir matreiðslumenn vöktu athygli í Bandaríkjunum

Hópur frá stöðunum fór síðasta haust og eldaði í Bandaríkjunum. Heimsóknin vakti slíka athygli að sendinefnd þaðan er væntanleg til Austurlands í sumar.

„Ég fór út til Bandaríkjanna í október með Kristvin Þór Gautasyni, kokki af Nielsen, Úlfari Darra Þórssyni, kokkanema á Nielsen og Snorra Grétari Sigfússyni frá Hallormsstað en hann er yfirkokkur á Monkeys.

Við vorum gestakokkar og gerðum tvo kvöldverði í bænum Astoria í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Hugmyndin var að fá kokka frá Íslandi til að elda hráefni úr nágrenni Astoria með íslensku eða skandinavísku tvisti,“

segir Kári Þorsteinsson, eigandi Nielsen restaurant í samtali við austurfrett.is sem fjallar nánar um ferðina hér.

Til gamans má geta að um síðastliðna helgi var Nielsen og OMNOM með PopUp á veitingastaðnum Lyst í Lystigarðinum á Akureyri.

Sjá einnig: Vel heppnuð fimm rétta veisla hjá Nielsen og Omnom – Myndir

Myndir: Kári Þorsteinsson og Chris Holen/Nekst Events

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið