Frétt
Neytendastofa sektar verslanir og veitingahús
Neytendastofa hefur sektað fimm verslanir og sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu vegna ófullnægjandi verðmerkinga.
Verslanirnar sem sektaðar eru um 50.000 krónur hver eru Couture á Laugavegi, Mýrin í Kringlunni, Nordic Store í Lækjargötu, Púkinn 101 á Laugavegi og Rammagerðin í Hafnarstræti. Verslanirnar eru sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í búðargluggum.
Þá hefur Neytendastofa sektað sjö veitingahús fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Veitingahúsin eru Austurlandahraðlestin í Lækjargötu, Café Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa í Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugavegi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.
Á vef Neytendastofu kemur fram að fyrirtækin hafi fengið fyrirmæli í sumar um að gera bragarbót á verðmerkingum sínum. Við eftirfylgni í haust kom í ljós að þau höfðu ekki gert það og því var ákveðið að beita þau stjórnvaldssektum.
Mynd: Skjáskot af google korti.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






