Vertu memm

Frétt

Neytendastofa sektar verslanir og veitingahús

Birting:

þann

Reykjavík - Bankastræti - Laugavegur

Neytendastofa hefur sektað fimm verslanir og sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu vegna ófullnægjandi verðmerkinga.

Verslanirnar sem sektaðar eru um 50.000 krónur hver eru Couture á Laugavegi, Mýrin í Kringlunni, Nordic Store í Lækjargötu, Púkinn 101 á Laugavegi og Rammagerðin í Hafnarstræti. Verslanirnar eru sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í búðargluggum.

Þá hefur Neytendastofa sektað sjö veitingahús fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Veitingahúsin eru Austurlandahraðlestin í Lækjargötu, Café Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa í Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugavegi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.

Á vef Neytendastofu kemur fram að fyrirtækin hafi fengið fyrirmæli í sumar um að gera bragarbót á verðmerkingum sínum. Við eftirfylgni í haust kom í ljós að þau höfðu ekki gert það og því var ákveðið að beita þau stjórnvaldssektum.

 

Mynd: Skjáskot af google korti.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið