Frétt
Tollar á franskar kartöflur lækkar úr 76% í 46% – Engin verðlækkun fyrir neytendur
Svolítill áfangasigur í tollamálum vannst þegar Alþingi samþykkti í vikunni að breyta tollskránni þannig að tollur á frönskum kartöflum lækkar úr 76% – sem var hæsti prósentutollur tollskrárinnar – í 46%. Það er reyndar áfram hæsti prósentutollurinn á innflutningi og því ekki nákvæmt sem segir í greinargerð með breytingartillögunni um lækkun tollsins að þar með sé Íslandsmetið úr sögunni, að því er fram kemur á vef Félags atvinnurekenda, en félagið hefur lengi lagt til að fröllutollurinn verði aflagður með öllu.
Þessi hái tollur nánast útilokað innflutning frá öðrum ríkjum en þeim sem gert hafa fríverslunarsamninga við Ísland, en í samningum við Evrópusambandið og Kanada hefur tollurinn verið lækkaður í 46%. Um leið þýðir þetta að breytingin sem gerð var á Alþingi mun ekki hafa í för með sér neina verðlækkun fyrir neytendur; þeir munu áfram greiða um 300 milljónir króna á ári í tolla af frönskum kartöflum.
Líklegasta breytingin sem leiðir af lækkun hámarkstollsins er að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum muni aukast, en á tímabilinu janúar 2020 til júlí 2022 voru aðeins fluttar inn bandarískar franskar fyrir átta milljónir króna. Innflutningur frá Kanada og ESB nam á sama tíma 1,7 milljörðum króna.
„Lækkun tolla er alltaf jákvætt skref en þetta skref hefði mátt vera mun stærra. Fyrir buddu neytenda breytir þetta því miður litlu en það er gott bæði fyrir neytendur og verzlunina að hægt sé að flytja inn vörur frá fleiri löndum, sem eykur úrvalið.
Hitt er svo annað mál að 46% tollur er áfram alltof hár tollur. Það eru engin rök fyrir því að leggja háa tolla á innflutning til að vernda framleiðslu sem á sér ekki stað lengur innanlands.“
segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards