Frétt
Úttekt á lifandi samlokum
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur birt skýrslu með niðurstöðum úttektar á opinberu eftirliti með lifandi samlokum, sem fór fram 30. ágúst – 2. september 2022. Með lifandi samlokum er m.a. átt við krækling, ostrur og kúfskel. Tilgangur úttektarinnar var að meta áhrif og skilvirkni úrbóta á opinberu eftirlitskerfi með framleiðslu á lifandi samlokum, sem gripið var til eftir úttekt ESA árið 2019. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að úrbætur voru fullnægjandi í þremur athugasemdum af sex.
Frekari úrbóta er þörf hvað varðar vöktun og sýnatöku á þörungaeitri og eitruðum þörungum, til að tryggt sé að kræklingur sé öruggur þegar hann er settur á markað og að aðferðir sem notaðar eru til greiningar á þörungaeitri uppfylli kröfur.
Niðurstöður eftirlits ESA eru settar fram í lokaskýrslu og með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun Matvælastofnunar. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný