Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Myndir af Pósthús Food Hall – Bæði nýir og vinsælir veitingastaðir í nýju mathöllinni

Birting:

þann

Pósthús mathöll

Pósthús Food Hall opnaði 18. nóvember s.l. en hún er staðsett í gamla Pósthúsinu að Pósthússtræti 5 í miðbæ Reykjavíkur. Upphaflega átti Pósthúsið Food Hall að opna síðasta vetur en vegna tafa á ýmsum framkvæmdum og þá aðallega vegna covid var ekki hægt að opna á tilsettum tíma, en framkvæmdir stóðu yfir í tvö ár.

Pósthúsið Food Hall er glæsileg, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Pósthús mathöll

Eigendur eru Leifur Welding, Þórður Axel Þórisson og bræðurnir Ingvar og Hermann Svendsen, en þeir bræður hafa rekið og átt fjölda veitingastaða hér á Íslandi.

Pósthús mathöll

Eigendur eru greinilega með húmorinn í lagi, en á einum vegg Pósthússins má sjá listaverk eftir listakonuna Sísí Ingólfsdóttur sem á stendur: Afsakið enn eina mathöllina

Veitingastaðirnir

Samtals eru veitingastaðirnir níu, en þeir eru:

Funky Bhangra

Pósthús mathöll

Funky Bhangra er í eigu Yesmine Olsson og matseldin er undir áhrifum frá mörgum löndum, blanda frá Sri Lanka, Svíþjóð, Indlandi og Íslandi.

Pizza Popolare

Pósthús mathöll

Pizza Popolare, býður upp á Napólí pizzur eins og þær gerast bestar, þunnir botnar, flöffí kantar og með sérinnflutt ítölsk hráefni.

Fuku Mama

Pósthús mathöll

Fuku Mama, er nýr veitingastaður á Íslandi og býður upp á ekta Asískan grillmat.

Yuzu Burger

Pósthús mathöll

Næsta veitingastað þarf vart að kynna, en það er Yuzu Burger sem leggur áherslu á nýstárlegan og ferskan valmöguleika þegar kemur að hamborgurum á Íslandi. Matargerðin er sterklega undir austurlenskum og þá sérstaklega japönskum áhrifum.

Finsen

Pósthús mathöll

Finsen er nýr franskur bistró veitingastaður og býður upp á humarsúpu, fiskrétti og grillaðar steikur, smárétti t.a.m. ofnbakaðan camembert ofl.

Enoteca

Pósthús mathöll

Enoteca er nýr veitingastaður og matreiðslumeistari og eigandi staðarins er hinn landsfrægi Siggi Hall. Á staðnum er boðið upp á sérlagað pasta frá Ítalíu, ekta skinkur frá Ítalíu og Spáni. Hægt er að panta vín og platta með alls kyns ostum, hráskinku og pylsum.

Drykk

Pósthús mathöll

Drykk er nýr bar á Íslandi og býður upp á kokteila og kaffi og einnig er í boði bjórar og aðrir drykkir af ýmsu tagi.

Mossley

Pósthús mathöll

Mossley er veitingastaður með street food stíl og býður meðal annars upp á Taco, kjúklingavængi, andaborgara og trufflu franskar svo fátt eitt sé nefnt. Mossley er í eigu nokkurra Kársnesinga í Kópavogi.

Djúsí Sushi

Pósthús mathöll

Djúsí Sushi er systurveitingastaður Sushi Social. Staðurinn býður upp á handgert gæðasushi, poké skálar og smárétti til að njóta á staðnum eða taka með.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið