Pistlar
Til gamans um gamla góða daga
Ekki man ég nákvæmlega dagsetninguna eða árið en atvikið man ég nokkuð vel. Einn daginn vorum við fjórir kokkar og þrír lærlingar að vinna í eldhúsinu í kjallaranum á Hótel Loftleiðum þegar Magnús kenndur við Garra birtist í dyrunum með fangið fullt af plastpokum.
Hann var smá klaufalegur með alla þessa plastpoka svo við skelltum uppúr. Magnús var vel þekktur af okkur í eldhúsinu enda með frábærar stóreldhús vörur. Þarna var hann með fimm eða sex mismunandi poka með frosnu grænmeti. Magnús sem þekkti sig vel í eldhúsinu okkar snaraðist í uppvaskið og náði í nokkra litla potta setti vatn í og á heitar hellurnar á eldavélinni.
Þarna fengum við svo kennslustund í notkun á frosnu grænmeti. Það er að segja: Það á ekki að sjóða heldur bara að hita. Frosið grænmeti er forsoðið áður en það er fryst.
Á þessum árum var bókstaflega allt grænmeti sem við notuðum dósamatur. Þetta voru þvílík umskipti að við hlógum ekki meir. Magnús var þarna að sýna okkur þvílíka breytingu á soðnu grænmeti. Magnús var eigandi að Garra og einn af okkar allra virtustu heildsölum. Nokkrum vikum eftir þetta var dósalagerinn bókstafleg horfinn en frystirinn orðinn of lítill.
© Höfundur er Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu







