Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ágúst Reynis, Gulli kokkur og Grétar Matt eru nýir rekstraraðilar veitinga hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar
Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur samið við GGG veitingar um rekstur veitinga á Blik bistro og í golfskálanum í Bakkakoti, segir í tilkynningu frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
GGG veitingar eru þeir Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson og Grétar Matthíasson.
Þeir Ágúst og Guðlaugur eiga og reka Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn og hafa gert það síðastliðin 15 ár með virkilega góðum árangri.
Grétar Matthíasson sem verður rekstrarstjóri GGG veitinga og sér því um daglegan rekstur á Blik og í Bakkakoti hefur mikla reynslu úr veitingarekstri og var m.a. rekstrarstjóri á Grillmarkaðnum í um 8 ár. Grétar er formaður Barþjónaklúbbs Íslands, hefur unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóðlegum keppnum, Íslandsmeistari Barþjóna árið 2018, vann gullið í Heimsmeistaramóti Barþjóna 2018 í flokki short drinks svo fátt eitt sé nefnt.
„Við erum virkilega spenntir fyrir þessu og horfum björtum augum fram veginn og ætlum okkur stóra hluti. Blik bistro er æðislegur staður og við viljum að golfarar sem og aðrir gestir geti ávallt gengið að frábærum veitingum og góðri þjónustu. Bakkakot er falin perla upp í Mosfellsdal með góðu klúbbhúsi og frábæru útisvæði, sveit í borg. Þar viljum við líka bjóða upp á sömu gæði og á Blik bistro.
Við erum mjög spenntir fyrir þessari nýju áskorun og hlökkum mikið til að opna dyrnar fljótlega fyrir GM félögum og þeim sem vilja gera vel við sig í mat og drykk!
Við ætlum að vera með fjölbreyttan og góðan matseðil þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi“
sagði Ágúst Reynisson í tilefni af undirskrift samnings.
Samningurinn við GGG veitingar er langtímasamningur og stefnt er að því að hefjast handa fljótlega við smá lagfæringar í salnum á Blik og að þeir félagar taki við rekstrinum í byrjun desember að þeim breytingum loknum.
Mynd: golfmos.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur