Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alvöru kokteila Pop-Up á Akureyri
Hinn hæfileikaríki Ýmir Valsson barþjónn mun bjóða upp á kokteila Pop-Up á vínstofunni Eyju á Akureyri, helgina 30. september og 1. október.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður og vínstofa opnar á Akureyri
Ýmir hefur starfað sem barþjónn í nokkur ár og nú síðast á Múlabergi. Eftir að hann byrjaði í veitingageiranum þá hefur áhuginn, fókusinn og metnaðurinn alltaf verið á kokteila.
Stíllinn hans Ýmis er fjölbreyttur en mest hefur hann búið til kokteila sem eru ljúffengir og aðgengilegir, gerðir á réttan hátt með góðum hráefnum. Ýmir hefur keppt í fjórum kokteilakeppnum og sigrað tvö ár í röð Rumble in the Jungle keppnina sem einn flottasti kokteilbar í Reykjavík stendur fyrir.
Pop-Upið á Eyju verður létt og skemmtilegt þar sem boðið verður uppá kokteila með áherslu á íslenskt hráefni. Þetta er viðburður setur sannarlega krydd í tilveruna í veitingageiranum á Akureyri!
Mynd: úr einkasafni / Ýmir Valsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






