Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alvöru kokteila Pop-Up á Akureyri
Hinn hæfileikaríki Ýmir Valsson barþjónn mun bjóða upp á kokteila Pop-Up á vínstofunni Eyju á Akureyri, helgina 30. september og 1. október.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður og vínstofa opnar á Akureyri
Ýmir hefur starfað sem barþjónn í nokkur ár og nú síðast á Múlabergi. Eftir að hann byrjaði í veitingageiranum þá hefur áhuginn, fókusinn og metnaðurinn alltaf verið á kokteila.
Stíllinn hans Ýmis er fjölbreyttur en mest hefur hann búið til kokteila sem eru ljúffengir og aðgengilegir, gerðir á réttan hátt með góðum hráefnum. Ýmir hefur keppt í fjórum kokteilakeppnum og sigrað tvö ár í röð Rumble in the Jungle keppnina sem einn flottasti kokteilbar í Reykjavík stendur fyrir.
Pop-Upið á Eyju verður létt og skemmtilegt þar sem boðið verður uppá kokteila með áherslu á íslenskt hráefni. Þetta er viðburður setur sannarlega krydd í tilveruna í veitingageiranum á Akureyri!
Mynd: úr einkasafni / Ýmir Valsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana