Frétt
Stafar smithætta af tínslu og neyslu eggja villtra fugla vegna fuglaflensu?
Margir hverjir spá í því, sérstaklega fyrir eggjatímabilið, hvort fólki stafi smithætta af tínslu og neyslu eggja villtra fugla vegna fuglaflensu.
Matvælastofnun vill því koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:
Um eggjatínslu
Það afbrigði af fuglaflensuveirunni sem nú er mest um í Evrópu og hefur greinst hér á landi, veldur almennt ekki sýkingum í fólki. Einstaka smit hefur greinst erlendis en þá hjá einstaklingum sem hafa verið í miklu návígi við sjúka fugla, án þess að gæta sóttvarna. Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því mjög litlar en þó er aldrei alveg hægt að útiloka það.
Rétt er að gæta almenns persónulegs hreinlætis við eggjatínslu, sem m.a. felur í sér góðan handþvott eftir tínsluna. Ef veikinda eða óeðlilega mikinn fjölda dauðra fugla verður vart, er lagt til að láta af eggjatínslunni í þeim hópi og tilkynna um málið til Matvælastofnunar.
Um neyslu eggja
Engin dæmi eru um að fólk smitist af fuglaflensu við neyslu matvæla, aðeins við mikið návígi við sjúka fugla.
Fólk þarf þó ætíð að líta svo á að hrá egg geti verið menguð af sjúkdómsvaldandi örverum. Ávallt ber því að meðhöndla hrá egg m.t.t. þessa og gæta fyllsta hreinlætis við matreiðslu, koma í veg fyrir krosssmit í matvæli sem eru tilbúin til neyslu og huga að því að eggin séu nægilega vel elduð/hituð.
Mynd; úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla