Markaðurinn
Glæsileg árshátíð Ölgerðarinnar í Prag – Myndir
Þremur árum eftir síðustu árshátíð kom loks að því að starfsfólk Ölgerðarinnar gerði sér glaðan dag og var árshátíð félagsins haldin með pompi og pragt í Prag í Tékklandi. Covid faraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá félaginu eins og heimsbyggðinni allri en fyrirtækið lagði reglulega til hliðar í árshátíðarsjóð og nýtti svo tækifærið og fór starfsfólkið utan um síðustu helgi.
Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman.
Árshátíðin var afar glæsileg og haldin í spænska salnum í Prag kastalanum þar sem þau Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu um veislustjórn.
Óhætt er að segja að starsfólkið, sem lagt hefur mikið á sig í faraldrinum undanfarin ár, hafi skemmt sér vel eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Myndir: aðsendar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024