Markaðurinn
Alsace Riesling – misskilda þrúgan
Hvað er Alsace?
Alsace er vínræktar hérað í norðaustur Frakklandi. Héraðið hvílir undir fjallagörðum Voges fjallanna og fyrir austan héraðið rennur áin Rín þar sem landamæri Þýskalands og Frakklands mætast. Vegna landlegu héraðsins við þessi kennileiti eru þrúgur héraðsins margbrotnar.
Hvað er Riesling?
Riesling þrúgan er djásn Alsace héraðsins. Þrúgan nýtur mikilla vinsælda meðal vín áhugamanna um heim allan ekki aðeins vegna aðlögunarhæfni þrúgunnar heldur einnig vegna þess hve ódýr hún er fyrir neytendann. Þrátt fyrir þessa eiginleika hefur þrúgan löngum verið misskilin. Oftar nær þegar fólk heyrir minnst á Riesling hugsar það um dísætt og ódýrt vín. Þessi lýsing á vissulega við um sum fjöldaframleidd þýsk Riesling vín en þessi lýsing aftur á móti ekki við um hið dásamlega, þurra og ilmríka Riesling vín Aslace héraðsins.
Riesling vín frá Alsace eru sjaldan eikuð. Þau eru vanalega þurr með ferskri sýru og grípandi ilm af perum, eplum, sítrónum, blómum og kryddi.
Riesling frá Alsace teljast til hóp vína sem endurspegla sérstaklega eiginleika jarðvegsins þar sem þrúgurnar vaxa, svokölluð „terroir-expressive“ vín, yfirbragðið er ferskt og lifandi og getur fengið skemmtilegan seinolíukeim. Þessa eiginleika fangar vínið, annars vegar, úr hinu þurra og sólríka loftslagi og, hins vegar, úr jarðvegi héraðsins – sem hefur alla jafna að geyma blöndu af granít, kalkstein og sandstein.
Það eru til sætari blæbrigði af Alsace vínum svokölluð „Vendange Tardive“ slík vín eru gerð úr síðbúnum uppskerum þrúga og eru í anda eftirrétta vína.
Fegurð Riesling vína frá Alsace er sú hversu vel vínið fer með mat. Prufaðu þurrt Riesling vín með fiski taco, sushi, reyktum fisk, aspas eða smjörsteiktum humri.
Mynd: www.edaldrykkir.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana