Keppni
Metnaðarfull eftirréttakeppni Striksins á Akureyri – Myndir
Nú á dögunum fór fram eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, en keppendur starfa allir á staðnum.
„Við höfum við verið ansi dugleg að vera með nemakeppni annað hvort eftirrétta-, eða forréttakeppni. Vissulega hafa keppnirnar legið í dvala núna yfir covid en vonandi erum við að fara af stað aftur núna.“
Sagði Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður á Strikinu í samtali við veitingageirinn.is og bætir við:
„Keppendur fá 3-4 hráefni og þema og vinna sig í kringum það.
Í þetta skiptið voru 4 keppendur sem allir vinna og/eða eru nemar á Strikinu. Flestir að taka sín fyrstu skref í eldhúsi svo ég ákvað að hafa hráefni í auðveldari kantinum. Dökkt og/eða hvítt súkkulaði, appelsína og þemað er íslensk jól.
Allt annað átti að vera frjáls aðferð og vinningshafi leystur út með flottum vinningum frá KEA hotels, Innnes og Strikinu.„
Dómarar voru:
Hallgrímur Sigurðarson, matreiðslumeistari og eigandi R5.
Haraldur Már Pétursson, matreiðslumeistari og eigandi Salatsjoppunnar.
Sigurður Már Harðarson yfirmatreiðslumaður, Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA).
Logi Helgason vaktstjóri á Strikinu var eldhúsdómari.
Keppendur máttu koma með allt tilbúið í eftirréttina og fengu að fara í eldhúsið klukkutíma fyrir skil. Fyrstu skil voru klukkan 15:15 og á korter fresti eftir það.
Það var síðan Elmar Freyr Aðalheiðarson sem bar sigur úr bítum með hvítsúkkulaði skyrmousse með piparkökubotn, piparkökumulning, Cointreau appelsínu ís, melónusalsa og appelsínusósu.
Mjög mjótt var á munum á milli keppenda og skipti hvert stig greinilega máli. En 100 stig voru í pottinum frá hverjum dómara, vægi stiga var sem hér segir:
Bragð og áferð 50 stig:
Vinna 15 stig.
Útlit 15 stig.
Eldhús 10 stig.
Mappa 10 stig:
„Heilt yfir stóðu strákarnir sig mjög vel og komu nýliðirnar mikið á óvart, en þeir höfðu greinilega kynnt sér reglur og annað mjög vel.„
Sagði Árni Þór að lokum.
Myndir: Aðsendar / Strikið
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur